Ritunarverkið mitt

Í skólanum erum við í ritum sem við eigum að skrifa það sem við viljum skrifa um. Ég ákvað að skrifa sögu sem heitir Dularfullir galdrar sem var skemmtilegt. Sagan er um stelpu sem er á fósturheimili og hún á enga foreldra því þeir dóu í bílslysi. Það var skylda að lesa bók á hverju kvöldi og hún valdi að lesa um bók sem hét galdrar og þá gerist eitthvað dularfullt......

 

Hér er ritunarverkið mitt


Enska

Hérna er kynningar myndband sem við

gerðum í ensku og áttum að kynna fyrir hópinn :)

 

 

 


Hvalir Photo Story

Hvalir skiptast í tvo undirættbálka, skíðishvali og tannhvali. Tannhvalir eru með tennur en skíðishvalir eru með skíði. Karldýr hvalanna heitir tarfur, kvendýrið kýr og afkvæmið kálfur.

Búrhvalur er tannhvalur sem getur kafað í allt að 1 og 1/2  klukkustund og það er met.

Hnúfubakur er skíðishvalur sem á met í að syngja en hann getur sungið í allt að 90 mínútur.

Stærsta dýr jarðar er steypireyður sem er skíðishvalur, áður fyrr var hún í útrýmingarhættu en hefur verið friðuð frá árinu 1960.

Andarnefjan er tannhvalur en kýrin er tannlaus.

Litlir tannhvalir ráðast stundum á stóra reyðarhvali til að éta þá en þeir nota tennurnar til að grípa sleipa bráð.

Um árið 1900 voru hvalir ofveiddir hér við land. Þá var kjöt og lýsi hvalanna nýtt en tennurnar notaðar í skartgripi en skíðin voru notuð í magabelti hjá konum. 

Hér fyrir neðan myndband sem ég bjó til í photo story og eins og þið sjáið eru hvalir æðislegir :)

 


Katla vorönn

Á vorönn 2011  vorum við að læra um eldgos í náttúrúfræði. Við áttum að velja okkur eit eldgos hér á Íslandi og ég valdi að gera glærukynningu um Kötlu. Fyrst fengum við blað sem við áttum að gera uppkast á glærunum okkar. Þegar við voru búin að því fórum við í tölvur og gerðu glærurnar okkar og fundu flottar myndir af Kötlu við. Þetta var mjög gaman því ég vissi ekkert mikið um eldgos :)

 

 

 


Það mælti mín móðir

Á miðönn höfum við verið að lesa í Eglu sem er um Egil Skalla-Grímsson ásamt öðrum. Í einum atburði í Eglu orti Egill ljóð til að þakka móður sinni. Þá ákveddu við að gera myndband úr ljóðinu í photo story og finna myndir í myndbandið og tala í það. Það var mjög gaman að gera það og gaman að læra á photo story.

 

Hér er myndbandið mitt


Miðöld

Á miðönn höfum við verið að lesa Snorra sögu sem gerðist á miðönn. Eftir að við vorum búin að lesa hana fórum við að lesa Gásagátu Brynhildi Þórarinsdóttur. Gásagata er skáldsaga en það koma fram nokkrar persónur úr Snorra sögu fram í bókinni. eftir að við vorum búin að lesa hana áttum við að gera heimildarritgerð um miðöld sem var voða skemmtilegt.

Hér sérðu ritgerðina mína


Eglu ferð

Við í 6. bekkur  erum búin að vera að læra um Eglu í skólanum. Við fórum með því að kynnast sögu Egils. Í Borgarfjörð 9.nóvember í Landnámssetrið sem var sýning um Egils sögu og borðuðum svo nestið okkar.

Svo fórum við að Brákarsund þar sem Þorgerður Brák fóstra Egils drukknaði. Svo fórum við að haug þar sem Skalla-Grímur er heygður. Svo fórum við í Borg á Reykholti þar sem Egill Skalla-Grímsson bjó.

Svo keyrðum við í Reykholt þar sem við hittum Séra Geir Waage sem fræddi okkur um Snorra Sturluson sem talið er að hafi skrifað Eglu. Þar skoðuðum við Snorralaug og gamalt virki þar sem Snorri bjó. Við skoðuðum líka styttu af Snorra.

Mér fannst áhugarverðasta þegar við fórum í Landnámssetrið og fórum á sýningu því þá sá fræddist ég meira um Eglu sögu sem var skemmtilegt. Tveir áttu að fara saman og hlusta með heyrnatóli og ég var með Silju.

Mér fannst gaman að fara í þessa ferð og ég lærði margt af henni. Mér fannst líka gott að við fórum í þessa ferð því þá sáum við margt og lærðum mjög mikið.


Norðurlönd

Í haust vorum við að læra um Norðurlöndin í skólanum. Við vorum með bók sem heitir Norðurlönd og lásum um hvert Norðurland sem var gaman. Við fórum í próf um hvert Norðurland. Þegar við vorum búin að lesa bókina áttum við að velja eitt Norðurland sem við áttum að gera glærukynningu um og ég valdi Danmörk því mig langaði að vita meira um Danmörk. Mér fannst ég vinna mjög vel. Mér fannst gaman að læra um norðurlöndin.

Danmörk

Þetta er glærukynningin mín.                 

 


« Fyrri síða

Um bloggið

Bryndís Sara Hróbjartsdóttir

Höfundur

Bryndís Sara Hróbjartsdóttir
Bryndís Sara Hróbjartsdóttir
Ég heiti Bryndís og þetta er skólablogg
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband